Þroskahjálp hættir útgáfu tímarits

Síðasta tölublað Þroskahjálpar kom út í desember 2020. Forsíðuna prýðir 
verk eftir Helgu Matthildi…
Síðasta tölublað Þroskahjálpar kom út í desember 2020. Forsíðuna prýðir
verk eftir Helgu Matthildi Viðarsdóttur, listamann Listar án landamæra árið 2020

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í rúma fjóra áratugi gefið út tímarit til þess að segja frá starfi samtakanna og vekja athygli á réttindum, hagsmunum og tækifærum fatlaðs fólks.

Vegna breyttra hátta í lestri prentmiðla og fækkunar í áskriftarhópi samtakanna hefur verið ákveðið að hætta hefðbundinni útgáfu tímaritsins og leggja þess í stað meiri áherslu á aðra miðla, svo sem póstlista, vefsíðu okkar og samfélagsmiðla í takt við breytingar í samfélaginu.

Við færum áskrifendum tímaritsins kærar þakkir fyrir samfylgdina og stuðninginn á liðnum árum og hvetjum ykkur til þess að skrá ykkur á póstlista samtakanna hér á heimasíðu okkar og fylgjast með á miðlum okkar!