Þroskahjálp fundar með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra

Á myndinni eru Sara Dögg Svanhildardóttir, Anna Lára Steindal, Unnur Helga Óttarsdóttir og Ásmundur …
Á myndinni eru Sara Dögg Svanhildardóttir, Anna Lára Steindal, Unnur Helga Óttarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Fulltrúar Þroskahjálpar áttu góðan fund með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra og starfsfólki ráðuneytisins.
 
Ræddar voru áherslur Þroskahjálpar á sviði ráðherra, m.a. samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra fyrir fötluð ungmenni og námstækifæri á framhaldsskólastigi, innleiðingu farsældarlaganna, stuðning við fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna og stuðning við fötluð börn á flótta. Lögðu samtökin einnig fram ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskrar stjórnvalda varðandi stöðu fatlaðra barna.
 
Samtökin upplifðu mikinn vilja hjá ráðherra til þess að eiga farsælt samstarf varðandi öll þessi áherslumál og erum við þakklát fyrir góðar viðtökur!