Styrktarsjóður Kristins Arnar Friðgeirssonar óskar eftir umsóknum

Mynd: Pexels / Steve Johnson
Mynd: Pexels / Steve Johnson

Styrktarsjóður Kristins Arnar Friðgeirssonar auglýsir eftir styrkþegum.

Styrktarsjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja fólk með þroskahömlun til náms, lista og íþróttaþátttöku, foreldra fatlaðs fólks til að afla sér aukinnar þekkingar vegna fötlunar barna sinna og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins verður sammála um.

Umsóknarfrestur er til 8. júní. Tilkynnt verður um úthlutun fyrir 15. júní. 

Umsóknir skal senda á throskahjalp@throskahjalp.is.

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurðsson, Þroskahjálp, sími: 588-9390 og Guðbjörg E. Andrésdóttir, sími: 8919089.