Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið

Mynd: Pixabay.
Mynd: Pixabay.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að fella brott ákvæði úr rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.

Mikið hefur verið fjallað um þann vanda sem aðstandendur standa frammi fyrir vegna þessa skilyrðis.

Starfshópur vinnur nú að greiningu á þjónustu talmeinafræðinga og hvernig henni verði best hagað til framtíðar með hliðsjón af lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ný heildstæð samningsmarkmið um þessa þjónustu verða byggð á vinnu starfshópsins og er stefnt að því að SÍ og talmeinafræðingar geti hafið viðræður um nýjan samning á grundvelli þeirra eftir áramót.

Smelltu hér til að lesa frétt á vef stjórnarráðsins.