Sérfræðihópar fatlaðra barna og unglinga

Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst.

Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra barna og unglinga. Til að fá að heyra hvað þeim finnst mikilvægt, fá ábendingar þeirra og tillögur um það sem má gera betur.

Við erum að leita eftir þátttakendum í sérfræðihópana,  strákum á aldrinum 12 til 15 ára og stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar hafðu þá samband við Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóra, í síma:  525-4176 / 694-3264 eða sendu tölvupóst á hsg@hi.is. Einnig er hægt að hafa samband við umboðsmann barna í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer) eða með tölvupósti á ub@barn.is.