Samstöðutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir Úkraínu

Fimmtudaginn 24. mars verða samstöðutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir Úkraínu.
 
Ákveðið hefur verið að öll miðasala vegna tónleikanna, sem og veitingasala í Hörpu þetta kvöld, renni óskert til söfnunar Þroskahjálpar, Átaks, Tabú, NPA miðstöðvarinnar og ÖBÍ fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
 
Landssamtökin Þroskahjálp þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóg svo þetta megi verða, meðal annarra Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, starfsfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og rekstraraðilum í Hörpu.
 
Styrkja söfnunina

Reikningur
526-26-5281

 

Kennitala
521176-0409