Samstöðufundur með Yasan

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn boða til samstöðufundar með Yazan, fötluðum dreng sem vísa á úr landi  þrátt fyrir að það geti haft afgerandi áhrif á heilsu hans og líf. 

Fundurinn verður á Austurvelli, laugardaginn 29. júní kl. 14.00

Þroskahjálp hvetur fólk til að mæta á Austurvöll og sýna réttindum fatlaðra barna stuðning - réttindum sem svo hrikalega eru fótum troðin með yfirvofandi brottvísun Yazans.