Sæti við borðið: fundir á Húsavík og Akureyri

Lokahnykkurinn í fundarherferðinni Sæti við borðið, sem er samstarfsverkefni Þroskahjálpar, Fjölmenntar og Átaks — félags fólks með þroskahömlun.

Fundarherferðin er opin öllu fólki og fjallar um stuðning og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir á landsbyggðinni til aukinnar þátttöku og virkni í notendaráðum.

 

Hér má sjá staðsetningar og dagsetningar fundanna:


19. mars — Húsavík

Staðsetning: Þekkingarnet Þingeyinga, Hafnarstétt 3
Tímasetning: kl. 16-18

 Dagskrá á fundinum Sæti við borðið á Húsavík 19. mars 2024

 

20. mars — Akureyri
Staðsetning: SÍMEY, Þórsstíg 4
Tímasetning: kl. 16-18

Dagskrá á fundinum Sæti við borðið á Akureyri 20. mars 2024

 

Í öllum sveitarfélögum/þjónustusvæðum  eiga að vera starfandi notendaráð þar sem fötluðu fólki er gert að hafa áhrif um málefni sem skipta máli í lífi þess. Tilgangurinn er að auka áhrif fatlaðs fólks á skipulag og framkvæmd þjónustu  og hagsmunamál í sveitarfélaginu.

Með því að gefa fötluðu fólki tækifæri til að vera í notendaráði og skila tillögum um breytingar eru meiri möguleikar á því að sveitarfélagið mæti betur þjónustuþörfum hvers og eins og fái mikilvægar upplýsingar til að gera betur. Þetta getur haft jákvæð áhrif á allt samfélagið og kveikir aðra hugsun um fatlað fólk og þá sem þurfa á aðstoð að halda í lífinu.

Þroskahjálp, Fjölmennt og Átak hvetja fólk með þroskahömlun sérstaklega til að mæta á fundina og læra um starfsemi notendaráðs og hvernig þau geta haft áhrif á skipulag og framkvæmd þjónustu í sínu nærsamfélagi.

Félögin hvetja einnig starfsfólk sveitarfélaga til að mæta og óska eftir samstarfi við alla sem að málinu koma, t.d. símenntunarstöðvar, framhaldsskóla o.s.frv.