RÚV birtir nú fréttir á auðlesnu máli

Ríkisútvarpið hefur nú byrjað að birta fréttir á auðskildu máli.
Lesa má fréttirnar á www.ruv.is/audskilid.

Eftir áskorun frá Þroskahjálp um að birta meira auðlesið efni um kórónaveiruna hefur RÚV ákveðið að gefa enn frekar í og munu nú flytja fréttir á auðskildu máli af fjölbreyttum málum.

Það er gleðilegt að sjá RÚV gefa í með þessum hætti og við þökkum þeim kærlega fyrir framtakið og samvinnuna!

Við eigum öll rétt á upplýsingum á máli sem við skiljum!