Fjölmennum í kröfugöngu 1. maí og krefjumst aukinna réttinda fyrir fatlað fólk.
Betri kjör, bætt aðgengi og fleiri tækifæri til menntunar. Baráttumálin eru ótal mörg og mikilvægt að láta heyra í sér og sýna samstöðu.
Kl. 13:00
Safnast saman á Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju.
Kl. 13:30
Gangan hefst og verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstæti að Ingólfstorgi.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og í göngunni líka.
Kl. 14:00
Útifundur á Ingólfstorgi. Ræður og tónlistaratriði.
Bifreiðar með hreyfihamlaða einstaklinga mega fara í gegnum lokun við Frakkastíg/Bergþórugötu og þaðan inn á stæði við Tækniskólann og sömu leið út. Stæðiskorthafi þarf að vera farþegi í bílnum. Einnig er gert ráð fyrir sleppistæði við gatnamót Eiríksgötu/Njarðargötu.