Rausnarleg erfðagjöf til Þroskahjálpar

Mynd af Svanhildi JónsdótturLandssamtökunum Þroskahjálp barst á höfðingleg gjöf. Svanhildur Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1942, d. 4. ágúst 2020 til heimilis á Brákarhlíð í Borgarnesi ánafnaði samtökunum rausnarlegri fjárhæð í erfðaskrá. 

Landssamtökin Þroskahjálp votta fjölskyldu og samferðarfólki Svanhildar samúð vegna fráfalls hennar og hugsa með þakklæti til Svanhildar fyrir höfðinglega gjöf, sem mun nýtast til áframhaldandi baráttu fyrir réttindum, tækifærum og hagsmunum fatlaðs fólks.