Opið fyrir vetrarleigu í Daðahúsi 2023

Nú er opið fyrir vetrarbókanir í Daðahús fram til maí 2023, en Daðahús er heilsárshús á Flúðum sem samtökin reka.

Í Daðahúsi hefur til dæmis fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dvalið og íbúar í búsetuþjónustu með aðstoðarfólki sínu. Húsið hefur verið mikið nýtt á sumrin en samtökin vilja vekja athygli á vetrarleigu, þar sem dásamlegt er að dvelja á Flúðum allan ársins hring. Hægt er að leigja húsið til skemmri tíma yfir vetrarmánuðina.

Öllum er frjálst að bóka dvöl í Daðahúsi, en fatlað fólk og aðstandendur þeirra ganga fyrir.

Húsið er með mjög góðu aðgengi, heitum potti með aðgengi, palli, grilli og svefnplássi fyrir 7 manns auk lausra dýna. Öll helstu hjálpartæki eru til staðar. Þá er internet og AppleTV á staðnum

Lesa meira

Hafið samband á throskahjalp@throskahjalp.is eða í síma 588 9390 fyrir frekari upplýsingar.