Opið fyrir tilnefningar til hvatningarverðlauna jafnréttismála SA og HÍ

Í fyrra hlutu Sjóvá og Pink Iceland verðlaunin. Hér eru fulltrúar þeirra ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. g…
Í fyrra hlutu Sjóvá og Pink Iceland verðlaunin. Hér eru fulltrúar þeirra ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra

Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands óska eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2021. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum, með áherslu á kynjajafnrétti, fjölmenningu og fötlun.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu.

Verðlaunin eru nú veitt í níunda sinn, en árið 2020 voru það Sjóvá og Pink Iceland sem hlutu verðlaunin.

Tilnefningar og nánari upplýsingar má nálgast hér. Tilnefningum á að skila inn í gegnum síðu SA til og með 12. nóvember.