Opið er fyrir umsóknir í meistaranám í fötlunarfræði til og með 15. október 2020.

Fötlunarfræði skoðar líf og aðstæður fatlaðs fólks út frá félagslegum skilningi og mannréttindum. Námið er þverfaglegt og bæði kennarar og nemendur eru með fjölbreyttan bakgrunn. Sterk tengsl eru við innlendar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði fötlunarfræði.

Fötlunarfræði býður upp á fjarnám sem margir nemendur hafa nýtt sér með góðum árangri.

Frekari kynning á námsbraut í fötlunarfræði er á Youtube: https://youtu.be/s9dYF5hyZQQ
Nánari upplýsingar veita Stefan C. Hardonk formaður námsbrautar (hardonk@hi.is) og Ásdís Magnúsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu Félagsfræði-, mannfræði og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands.