Allt ofbeldi er óþolandi!

Því miður er fatlað fólk líklegra en aðrir til að verða fyrir ofbeldi. Það er mikilvægt að þekkja réttindi sín og vita hvernig ofbeldi getur litið út.

Þá er auðveldara að vita að óþægileg eða skrítin samskipti gætu verið ofbeldi. Það er líka mikilvægt að muna að ef þú verður fyrir ofbeldi er það aldrei þér að kenna. Ofbeldi er alltaf þeim að kenna sem beitir aðra ofbeldi.

Þroskahjálp hjálpaði til við að búa til upplýsingar um fjárhagslegt ofbeldi á vefsíðu 112. Þar eru líka upplýsingar um aðrar tegundir af ofbeldi. 

Skoða vefsíðu

Við mælum með því að allir skoði þetta efni.