Breytingar á örorkulífeyriskerfinu
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi mánudaginn 1. september 2025!
Breytingarnar:
- kerfið er einfaldað
- greiðslur eiga að hækka
- tekju-tengingar eru minni
- auðveldara fyrir fólk að taka þátt á vinnumarkaði
Landssamtökin Þroskahjálp fagna jákvæðum skrefum, en benda jafnframt á að kerfisbreytingarnar leiða ekki til breytinga sem tryggja öllu fötluðu fólki leið út úr fátækt.
Kerfið hefur verið einfaldað, en hækkunin er sáralítil.
Dæmi um grunn-örorkulífeyris-greiðslur fyrir ungt fólk sem:
- fær örorkumat við 18 ára aldur
- býr eitt
- er ekki virkt á vinnumarkaði
- hefur engar aðrar tekjur
Þessar greiðslur munu aðeins hækka um 6.481 krónur á mánuði eftir skatt,
samkvæmt reiknivél á vef Tryggingastofnunar (sem dugar ekki fyrir klippingu).
Hækkunin nemur um 1,6% af grunn-örorkulífeyri.
Verðbólga upp á 3,8% á ári mun á ca. 5 mánuðum hækka verðlag um sambærilega prósentu og gera hækkunina að engu.
Krafa Þroskahjálpar
Grunn-örorkulífeyri verður að hækka strax.
Krafan er inngilding, virðing og jafnrétti fyrir alla — ekki lúsarlaun sem halda sumu fólki í fátæktargildru og hindrar samfélagsþátttöku.
Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir róttækum úrbótum þar til allt fatlað fólk býr við raunverulegan jöfnuð og mannréttindi.
Við fögnum áfanganum – en baráttan heldur áfram!
Bein útsending verður frá Grósku,
mánudaginn 1. september kl. 11:00,
þar sem fulltrúar stjórnvalda og stofnana kynna breytingarnar.
Hlekkur á frétt um beina útsendingu