Nýtt líf fyrir fjölskyldu frá Írak

Khalifa Mushib, sem er blindur maður frá Írak, og fjölskylda hans hafa öðlast nýtt líf í Reykjanesbæ…
Khalifa Mushib, sem er blindur maður frá Írak, og fjölskylda hans hafa öðlast nýtt líf í Reykjanesbæ.
© UNHCR/Elisabeth Haslund

Í umfjöllun UNHCR, flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er sagt frá Khalifa Mushib, sem er blindur maður frá Írak, og fjölskyldu hans en þau hafa öðlast nýtt líf í Reykjanesbæ.

Það er gaman að heyra af hve vel Reykjanesbær hefur tekið á móti Khalifa og fjölskyldu hans, en sveitarfélagið er það fyrsta til að taka þátt í verkefninu #WithRefugees á vegum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. 

„Ég er úrskurðaður blindur og þegar þú ert blindur í Írak er ekkert fyrir þig að gera. Engin störf og kerfið hjálpar þér ekki neitt. Fólkið hérna hefur verið svo hjálpsamt. Börnin mín eru í skóla, æfa íþróttir og eiga íslenska vini,“ segir Khalifa í viðtali við UNHCR. „Mér finnst veðrið ekki einu sinni svo slæmt. Það getur verið ansi kalt í Írak.“ 

Þroskahjálp vinnur að hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks af erlendum uppruna. Samtökin hvetja sveitarfélög til þess að huga sérstaklega að þörfum þessa hóps þegar tekið er á móti umsækjendum við alþjóðlega vernd og eins við alla þjónustu við íbúa af erlendum uppruna.