Nýr vefur um stuðning í framhaldsskólum

Mynd: SÍF
Mynd: SÍF

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur opnað nýjan vef þar sem hægt er að sjá aðgengi og stuðning í framhaldsskólum fyrir nemendur með stuðningsþarfir. Landssamtökin Þroskahjálp óska SÍF innilega til hamingju með vefinn og þakkar fyrir mikilvægt framlag til jafnréttis til náms.

Þroskahjálp, ungmennaráð Þroskahjálpar og Miðstöð um auðlesið mál veittu ráðgjöf til þess að tryggja aðgengi fatlaðra ungmenna að bankanum.

Við hvetjum nemendur og aðstendur þeirra til þess að kíkja á Stuðningsbankann!