Nýjar reglur vegna COVID, 25. mars

Nú er aftur búið að herða samkomutakmarkanir vegna þess að COVID smitum hefur fjölgað mjög hratt. Reglurnar gilda frá 25. mars til 15. apríl.

Það þurfa að vera tveir metrar á milli fólks og allir fæddir fyrir árið 2015 þurfa að vera með grímu. 

Bara 10 manns mega vera saman. Þetta gildir ekki um börn sem eru fædd eftir 2015. 

 

Skólar lokaðir

 • Grunnskólar, framhaldsskólar, tónlistarskólar og háskólar verða lokaðir þar til páskafrí tekur við.
 • Það má hvorki stunda íþróttir inni né úti ef fólk er nær hvoru öðru en 2 metrar. Það á líka við ef fólk er að nota sama búnaðinn til að æfa. Þetta á við um börn og fullorðna.

Heilsa og afþreying

 • Hár-snyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi má vera opin.
 • Sundlaugar eru lokaðar.
 • Líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.
 • Bíó, leikhús og tónleikahús eru lokuð.
 • Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar verða lokaðir. 

Trú og lífsskoðun

 • Í athöfnum sem trúfélög og lífs-skoðunar-félög halda mega vera 30 gestir.
 • Þetta eru til dæmis fermingar og jarðarfarir.
 • Það er skylda að skrifa niður upplýsingar um gestina.
 • Gestir eiga að vera með grímu og passa upp á 2 metra regluna.
 • Í t.d. erfidrykkjum og fermingarveislum mega vera 10 manns.

Veitingastaðir og búðir

 • Veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 22. Það mega vera 20 gestir. Allir gestir eiga að vera skráðir og í númeruðum sætum.
 • Í verslunum mega mest vera 50 viðskiptavinir inni í einu.
 • Það gildir 2 metra regla og það þarf að vera með grímu.