Múrbrjótur - leitað eftir ábendingum

Múrbrjóturinn
Múrbrjóturinn

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 3. desember ár hvert. Þennan dag hafa samtökin valið til að afhenda viðurkenninguna Múrbrjótinn .

Múrbrjóturinn er veittur aðilum eða verkefnum sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að fólk með fötlun verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafi tækifæri til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

Hér með er lýst eftir ábendingum um verðuga Múrbrjóta 2017.

Ábendingar sendist til bryndis@throskahjalp.is eða í síma 588-9390