Múrbrjóturinn 2025 — opið fyrir tilnefningar til 18. nóvember

Á hverju ári veita Landssamtökin Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember.

 

Nú er búið að opna fyrir tilnefningar til Múrbrjótsins 2025

Þú getur tilnefnt til 18. nóvember

 Smelltu hér til að opna eyðublað og tilnefna

 

Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar.


 

Frá árinu 1993 hefur Þroskahjálp haldið upp á alþjóðadag fatlaðs fólks og veitt viðurkenninguna.

2024

  • Magnús Orri Arnarsson fyrir að vera frábær fyrirmynd sem nýtir styrkleika sína og hæfileika til að láta drauma sína rætast með þrautseigju og dugnað að vopni..

  • Haukur  Guðmundsson og Aileen Soffía Svensdóttir fyrir framlag sitt með hlaðvarpinu ,,Mannréttindi fatlaðra‘‘.

  • Halla Tómasdóttir, forseti Íslands afhenti. 

2023

  • Dagur Steinn Elvu Ómarsson fyrir baráttu gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi.

  • Listvinnzlan fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. fyrir baráttu fyrir lista- og menningarlífi án aðgreiningar. 

  • Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson fyrir heimildaleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf.

  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra afhenti. 

2022

  • Lára Þorsteinsdóttir fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. 

  • Finnbogi Örn Rúnarssson fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar.

  •  Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. 

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti. 

2021

  • Þórir Gunnarsson fyrir baráttu fyrir aðgengi að listnámi án aðgreiningar og framlag á sviði lista.

  • Harpa Björnsdóttir fyrir baráttu fyrir lista- og menningarlífi án aðgreiningar. 

  • Kristinn Jónasson fyrir mikilvægt framtak og öflugt íþróttastarf í þágu fatlaðra barna.

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti. 

2020

  • Veftímaritið Flóra hlaut Múrbrjótinn fyrir að skapa vettvang þar sem reynsluheimur fatlaðra kvenna fær umfjöllun og honum lyft í femínískri umræðu.
  • Landssamband ungmennafélaga, LUF, hlýtur Múrbrjótinn vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. 
  • Friðrik Sigurðsson, starfsmaður Þroskahjálpar, afhenti.

2019

  • Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.
  • Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.

  • Einhverfusamtökin fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti.

2018 

  • Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi, vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra.

  • Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, vegna framlags í þágu aukinna tækifæra fatlaðs fólks á vinnumarkaði.>

  • Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, afhenti.

2017

  • María Hreiðarsdóttir fyrir lífssögu sína sem hún segir í bókinni „Ég lifði í þögninni“.

  • Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, afhenti.

2016

  • Myndlistaskólinn í Reykjavík vegna diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og framlags sem felst í þágu jafnra tækifæra til náms og listsköpunar.

  • Eliza Jean Reid, forsetafrú, afhenti.

2015

  • Aðalheiður Sigurðardóttir fyrir verkefni sitt „Ég er unik“.

  • Elín Sveinsdóttir fyrir framleiðslu þáttanna Með okkar augum.

  • Elís Kjartansson fyrir innleiðingu nýrra aðferða við rannsókn ofbeldismála gegn fötluðu fólki.

  • Eygló Harðardóttir velferðarráðherra afhenti.

2014

  • Mæðgurnar Embla Guðrúnar og Ágúsdóttir og Guðrún Hjartardóttir fyrir fræðsluerindið „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?

  • Stígamót fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa.

  • Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri.

  • Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti.

2013

  • Hestamannafélagið Hörður fyrir frumkvöðlastarfs í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna.

  • GÆS-ar hópurinn fyrir nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks.

  • Jarþrúður Þórhallsdóttir fyrir að hafa með bók sinni „Önnur skynjun – ólík veröld“ aukið skilningi á einhverfu.

  • Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti.

2012

  • Ríkisútvarpið fyrir sýningu sjónvarpsþáttanna Með okkar augum.

  • Benedikt Bjarnason fyrir frumkvöðlastarf að notendastýrðri persónulegri aðstoð.

  • Gísli Björnsson fyrir einarða baráttu fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð.

  • Guðmundur Steingrímsson alþingismaður fyrir einarða baráttu fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk á Íslandi.

  • Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenti.

2011

  • Með okkar augum hópurinn fyrir sjónvarpsþáttagerð sem stuðlar að breyttri ímynd fatlaðs fólks í samfélaginu.

  • Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir verkefni sem gerir fatlað fólk sjálft að málsvörum samningsins.

  • Sérfræðingarnir fyrir atvinnustefnu sem byggir á styrkleikum einstaklinga.

  • Katrín Jakobsdóttir mennta og menningarmálaráðherra afhenti.

2010

  • Æfingastöðin á Háaleitisbraut fyrir fjölskyldumiðaða þjónustu sem leggur áherslu á heildræna þjónustu við barnið og fjölskyldu þess og sveigjanleg úrræði.

  • Dr. Kristín Björnsdóttir fötlunarfræðingur fyrir samvinnurannsóknir sínar með fólki með þroskahömlun.

  • Guðbjartur Hannesson félags- og tryggingamálaráðherra afhenti.

2009

  • Norðlingaskóli í Reykjavík fyrir skólastefnu sína um nám fyrir alla nemendur án aðgreiningar.

  • Mjólkursamsalan á Selfossi fyrir atvinnustefnu sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

  • List án landsmæra sem er menningarhátíð með það hlutverk að stefna saman fötluðum og ófötluðum listamönnum.

  • Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra afhenti.

2008

  • Dr. Guðrún V. Stefánsdóttir sem varði doktorsritgerð sína um lífssögur Íslendinga með þroskahömlun

  • Guðbrandur Bogason fyrir að auðvelda fólki með þroskahömlun ökunám.

  • Hrannar Björn Arnarson afhenti í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra.

2007

  • Kennaraskóli Íslands fyrir starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun.

  • Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjarveru menntamálaráðherra.

2006

  • Freyja Haraldsdóttir fyrir að stuðla að breyttri ímynd fatlaðs fólks með fyrirlstrum sínum í framhaldsskólum

  • ASÍ og Hlutverk – samtök um vinnu og verkþjálfun fyrir að hafa unnið ötullega að réttindabaráttu fókls með fötlun á vinnumarkaði.

  • Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti.

2005

  • Atvinna með stuðningi – Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík, svæðisskrifsofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Félagsþjónustan á Akureyri fyrir að vinna markvisst að því að skapa fötluðu fólki atvinnutækifæri með stuningi.

  • Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Ingimundur Sigurpálsson formaður Samtaka   atvinnulífsins afhentu.

2004

  • Íþróttasamband fatlaðra vegna öflugrar starfsemi í 25 ár.

  • Leikskólinn Kjarrið vegna starfsmanna- og uppeldisstefnu sinnar.

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti.

2003

  • Garðar Sverrisson formaður ÖBÍ vegna samnings um aldurstengingu grunnlífeyris örorkubóta.

  • Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra fyrirr öflugt listastarf.

  • Landssöfnun Sjónarhóls fyrir átak til betra lífs fyrir sérstök börn.

  • Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti.

2002

  • Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi vegna þjónustu við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra.

  • Rannveig Traustadóttir dósent við Háskóla Íslands vegna uppbyggingar fræðastarfs í þágu fólks með fötlun.

  • Dóra S. Bjarnason dósent við Kennaraskóla Íslands vegna einarðrar baráttu og rannsókna í þágu fólks með fötlun.

  • Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands vegna grundvallarspurninga sinna um siðferði snemmómskoðunar.

  • Páll Skúlason háskólarektor afhenti.

2001

  • Karl Lúðvíksson vegna uppbyggingar sumardvalar á Löngumýri og starfa að kennslumálum.

  • Björn Bjarnason menntamálaráðherra vegna uppbyggingar á fjögurra ára námi fyrir ungmenni með þroskahömlun við almenna framhaldsskóla.

  • Átak félag fólks með þroskahömlun vegna baráttu þess fyrir réttindum félagsmanna sinna.

  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti.

2000

  • Akureyrarbær fyrir samþættingu í þjónustu við fatlaða.

  • Nemendafélag Borgarholtsskóla vegna samskipunar fatlaðra og ófatlaðra í félagsstarfi.

  • Morgunblaðið fyrir góða umfjöllun um málefni fatlaðra og auðlesna síðu.

  • Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti.

1999

  • Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi fyrir stefnu sína í búsetumálum fatlaðra.

  • Foldaskóli fyrir markvisst starf við að bjóða fötluðum börnum nám í heimaskóla.

  • Tónstofa Valgerðar fyrir árungursríkt menningarstarf með fötluðum.

  • Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi hjá ÍTR fyrir árangursríkt samstarf við fatlaða og fjölskyldur þeirra.

  • Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti.