Múrbrjóturinn 2020 afhentur í streymi!

Árið 2019 hlutu Tabú – femínísk fötlunarhreyfing Múrbrjótinn fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra …
Árið 2019 hlutu Tabú – femínísk fötlunarhreyfing Múrbrjótinn fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. Hér má sjá Tabú konur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, en hún afhenti Múrbrjótinn.

Mynd: Sigurjón / Vísir.
Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar verður afhendur í streymi þann 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks.
 
Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.
 
Þroskahjálp hefur veitt viðurkenninguna frá árinu 1993 á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hér má sjá verðlaunahafa fyrri ára.