Mjög mikilvæg þingsályktunartillaga fyrir mannréttindi fatlaðs fólks.

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn í íslensk lög.

 Íslenska ríkið fullgilti samning SÞ árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að tryggja fötluðu fólki öll þau réttindi til fulls sem þar er mælt fyrir um.  Langflest ríki í heiminum höfðu fullgilt samninginn þegar íslenska ríkið gerði það. Fullgilding samningsins var mikilvægur áfangi í að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri sem flestu ófötluðu fólki þykja sjálfsögð.

Samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins var tek­inn í íslensk lög árið 2013. Það var gert til að tryggja enn betur en gert var með full­gild­ingu samn­ings­ins þau rétt­indi sem sá samn­ing­ur­ mælir fyrir um. Sömu rök eiga við um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks.

Með því að lög­festa samn­ing­inn verður mann­rétt­indum fatl­aðs fólks veitt aukin vernd og réttar­ör­yggið eykst. Fatl­aður ein­stak­lingur getur þá borið ákvæði samn­ings­ins fyrir sig sem ótví­ræða rétt­ar­reglu fyrir dómi eða stjórn­völd­um. Lög­fest­ing mun vekja jafnt almenn­ing og þá sem fjalla um mál­efni fatl­aðs fólks fyrir dóm­stól­um, í stjórn­sýslu og við und­ir­bún­ing að laga­setn­ingu, til frek­ari vit­undar um mann­rétt­indi fatl­aðs fólks og þá virð­ingu sem verður að ætl­ast til að þeim sé sýnd í rétt­ar­ríki. Lög­fest­ing samn­ings­ins um fatlað fólk mun og auka, á alþjóða­vett­vangi, traust á virð­ingu íslenska rík­is­ins fyrir mann­rétt­indum fatl­aðs fólks.

Landssamtökin Þroskahjálp styðja þessa þingsályktunartillögu heilshugar og skora á Alþingi að samþykkja hana. Samtökin þakka Ágústi Ólafi Ágústssyni, alþingismanni og þeim þingmönnum sem flytja tillöguna með honum fyrir frumkvæðið og stuðninginn við mannréttindi fatlaðs fólks.

 Þingsályktunartillöguna má nálgast hér