Mikilvægur áfangasigur í réttindabaráttu fyrir NPA

Í gær var kveðinn upp mikilvægur dómur í máli Erlings Smith gegn Mosfellsbæ í héraðsdómi Reykjavíkur, en margir hafa fylgst með baráttu Erlings fyrir að fá NPA-þjónustu síðustu árin.
 
Niðurstaðan er sú að Mosfellsbæ var óheimilt að skilyrða veitingu NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) við fjárframlög ríksins. Erling voru dæmdar miskabætur fyrir ófjárhagslegt tjón og skaðabótaábyrgð Mosfellsbæjar gagnvart honum viðurkennd með dómnum. Þá var Mosfellsbær dæmdur til að greiða málskostnað Erlings.
 
Niðurstaðan er mikið gleðiefni og mikill áfangasigur í réttindabaráttu fyrir NPA.