Mikill stuðningur við aukin tækifæri til menntunar og atvinnu fyrir ungt fatlað fólk!

Frá vinstri: Anna, Þórir, Lára, Finnbogi og Guðmundur Ingi ráðherra.
Frá vinstri: Anna, Þórir, Lára, Finnbogi og Guðmundur Ingi ráðherra.

Á föstudaginn afhentu Landssamtökin Þroskahjálp tæplega 6.700 undirskriftir til ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins þar sem krafist var bættra tækifæra fyrir ungt fatlað fólk til náms og atvinnu.

Undirskriftirnar voru hluti af herferð Þroskahjálpar, Hvað er í planið?, þar sem fjórir fatlaðir einstaklingar sögðu frá draumum sínum til náms og starfa og vöktu þannig athygli á hve fábreytt tækifæri þau hafa. Þau afhentu Guðmundi Inga, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Halldóri Benjamín, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins undirskriftirnar við hátíðlega athöfn fyrir hönd Þroskahjálpar. 

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir ótrúlegar viðtökur, sem vakti mikla athygli og verður vonandi áfangi í baráttunni fyrir auknum tækifærum. Þá vilja samtökin þakka þeim Önnu Rósu, Finnboga, Láru og Þóri fyrir þátttökuna í verkefninu!

Á vefnum Hvað er planið? er hægt að
lesa sögurnar og kynna sér baráttuna.