Með okkar augum hefur göngu sína á ný

11. sería hinna margverðlaunuðu þátta, Með okkar augum, hefur göngu sína á ný á morgun, miðvikudag kl. 19.45 á RÚV.

Þættirnir hafa vakið mikla athygli fyrir frumlega nálgun og miðlun á samfélaginu og líðandi stund. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags.