Þroskahjálp fagnar því að Mannréttindastofnun Íslands hefur tekið til starfa.
Stofnunin á að efla og vernda mannréttindi á Íslandi.
Hún heyrir undir Alþingi en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, þ.m.t. Alþingi.
Eitt af verkefnum stofnunarinnar er eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lesa samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Margrét María Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastóri og hennar bíða margvísleg úrlausnarefni. Réttindagæsla fatlaðs fólks er eitt af stóru verkefnum stofnunarinnar og við reiknum með að stórátak verði gert í að bæta þá þjónustu og laga þær brotalamir sem verið hafa á starfseminni síðustu misseri.
Við væntum þess að Mannréttindastofnun verði öflugur málsvari fatlaðs fólks.