Listasýning: Heimurinn eins og hann er — heimurinn eins og hann birtist þér.

Mynd af opnun listasýningarinnar, sem haldin var á sumardaginn fyrsta.
Mynd af opnun listasýningarinnar, sem haldin var á sumardaginn fyrsta.

Á Barnamenningarhátíð settu fjögur fötluð ungmenni upp listasýningu undir yfirskriftinni Heimurinn eins og hann er — heimurinn eins og hann birtist þér.

Listafólkið opnaði á sýningunni dyrnar að eigin veröld og buðu gestum að ganga inn og upplifa margbreytileikann. Verkin á sýningunni urðu til í listaflæði á vegum Þroskahjálpar.

Sýningin var haldin á Ásmundarsafni og var opnun hennar á sumardaginn fyrsta.

Við hjá Þroskahjálp erum gífurlega stolt af sýningunni og listamönnunum sem að henni stóðu. Við þökkum listafólkinu fyrir gott og skapandi samstarf!

Hér kynnum við listamennina:

Birta Möller Óladóttir

Birta er 13 ára, hún er nemandi í 7.bekk í Klettaskóla. Hún hefur mikinn áhuga á myndlist og elskar að mála og teikna. Hún notar mest tússliti og vatnsliti í verkin sín . Dans og tónlist er í miklu uppáhaldi hjá Birtu og er hún syngjandi og dansandi alla daga. Eurovison tímabilið er því eins og jólin hjá henni þar sem hún syngur og dansar og lærir öll atriðin. Birta hefur mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur drottningum og er hún oft kölluð Queen B.

Hjörtur Hlíðkvist Ragnarsson

Hjörtur er 13 ára nemandi í Foldaskóla, glaður, ljúfur og mikill ævintýradrengur og elskar að kanna nýjar slóðir.

Hann elskar að teikna og búa til myndbönd, taka myndir og búa til fígúrur, syngja og rúnta um nytjamarkaði og leita að einhverju merkilegu. Allt sem tengist Toy story hefur heillað hann lengi enda kann hann allar myndirnar utanbókar.

 

Jón Davíð Björgvinsson

Jón Davíð er 14 ára, fyrir nokkru síðan fékk hann áhuga á ljósmyndun. Jón hefur gaman af því að taka alskonar myndir en landslag og fossar eru hans uppáhald.