Leiga hjá Þroskahjálp fryst

Mynd birt með leyfi: Víkurfréttir / Hilmar Bragi
Mynd birt með leyfi: Víkurfréttir / Hilmar Bragi

 

AUÐLESIÐ

  • Þroskahjálp er með húsbygginga-sjóð.
  • Samtökin byggja íbúðir sem fatlað fólk leigir á lágu verði.
  • Nú er verð að hækka á mat og húsnæði í samfélaginu.
  • Það þýðir að það verður dýrara að borga fyrir það sem við þurfum.
  • Þroskahjálp hefur ákveðið að að frysta leiguna í íbúðum sem samtökin eiga.
  • Það þýðir að fatlað fólk sem býr í íbúðum sem Þroskahjálp á þarf ekki að borga hærri leigu.
  • Þetta er mikilvægt því fatlað fólk hefur oft lág laun.
  • Leigan verður fryst í allt sumar og svo á að skoða málin í haust.

Stjórn húsbyggingasjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar hefur ákveðið að frysta vísitöluhækkanir á húsaleigu á húsnæði sjóðsins í 4 mánuði frá og með 1. júní 2022. 

Var ákvörðunin tekin vegna verðbólguþróunar í landinu og veitir góð staða húsbyggingarsjóðs svigrúm til þess.

Fatlað fólk hefur oft litlar tekjur og er mjög berskjaldað fyrir verðhækkunum eins og nú sjást. Því er mikilvægt að bregðast við stöðunni.

Ákvörðunin verður endurskoðuð fyrir 1. september 2022.