Jákvæðar breytingar fyrir örorkulífeyrisþega með börn í námi

Mynd: Pexels. Lum3n.
Mynd: Pexels. Lum3n.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á örorkulífeyri. Nú er heimilt að greiða heimilisuppbót þó á heimilinu sé barn örorkulífeyrisþega eldra en 18 ára í minna en 100% námi. Áður var gerð krafa um að ungmennið væri í fullu námi. 

„Með þessari breytingu er fötluðum foreldrum gert kleift að styðja börn sín til náms með því að leyfa þeim að búa áfram í foreldrahúsum meðan á námi stendur, hvort sem þau eru í fullu námi eða hlutanámi, en nemendur hafa ekki alltaf tök á að stunda fullt nám. Hér stígum við því skref í átt að auknum jöfnuði til náms óháð bakgrunni,“ er haft eftir ráðherranum á vef stjórnarráðsins.