Heimsókn Norræna fötlunarráðsins

Í heimsókninni var farið yfir hvernig tækni getur nýst í að auka aðgengi fatlaðs fólks.
Í heimsókninni var farið yfir hvernig tækni getur nýst í að auka aðgengi fatlaðs fólks.

Í vikunni sem leið fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Norræna fötlunarráðsins. Þroskahjálp og Þjónustu- og þekkingamiðstöð blindra og sjónskertra stóðu að móttökunni saman, en heimsókn Norræna fötlunarráðsins til landsins var í tilefni að ráðstefnu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem fór fram í Hörpu í gær undir yfirskriftinn i„Co-creating for a better future“, eða „Samsköpun um betri framtíð“.

Þroskahjálp og Þjónustu og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra kynnti fyrir gestum sínar áherslur og ræddu þar sérstaklega inngildingu, forsendur mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og þær áskoranir sem tækniþróun getur skapað fyrir sumt fatlað fólk ef ekki er gætt að því að hafa hana aðgengilega öllum.

„Það var eintaklega skemmtilegt að taka á móti hópnum og ræða þessi mikilvægu málefni. Bæði Þroskahjálp og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskertra hafa mikið unnið að aðgengismálum tengt tækniþróun í sínu starfi, og því stendur upp úr umræðan um þá möguleika sem felast í tækninni ef passað er upp á að hún taki mið af fjölbreyttum þörfum í samfélagi margbreytileikans“, segir Anna Lára, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, um heimsóknina.

Í lok heimsóknarinnar fengu svo allir fulltrúar Norræna fötlunarráðsins að gjöf litla ofurhetju. Ofurhetjurnar voru til áminningar um það að ímyndunaraflið er ofurkraftur og að við einfaldlega verðum að nota það til að finna leiðir til þess að gera tækni aðgengilega öllum.