Hanna Björk nýr starfsmaður Þroskahjálpar

Hanna Björk Kristinsdóttir
Hanna Björk Kristinsdóttir

Hanna Björk Kristinsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Þroskahjálpar, í starf bókara. Hanna hefur töluverða reynslu af bókhaldsstörfum fyrir rekstur í eigin þágu, auk þess að hafa sótt nám til viðurkenningar bókara.

Hanna hefur fyrir hönd Þroskahjálpar setið í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík síðan haustið 2019. Sem foreldri einhverfs drengs hafa ófyrirsjáanlegar áskoranir, réttindabarátta og málefni tengd fötluðu fólki því verið henni einkar hugleikin.

Við bjóðum Hönnu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins!