Fjölmargar fyrirspurnir um stöðu fatlaðs fólks - Alþingi

Í vikunni hafa fjölmargar fyrirspurnir verið lagðar fyrir Alþingi um stöðu fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Inga Björk, verkefnastjóri Þroskahjálpar, tók sæti Alþingis í vikunni og hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum.

Landssamtökin Þroskahjálp eru samtök sem standa utan við flokkapólitík og einsetja sér að vinna með öllum þeim einstaklingum og flokkum sem koma að málefnum fatlaðs fólks og vill gera vel. Við fögnum því að sjá Ingu Björk taka sæti á Alþingi, sérstaklega þar sem Þroskahjálp leggur áherslu á að fatlað fólk eigi sæti við borðið á öllum sviðum samfélagsins.

Inga Björk hefur sett fram fjölbreyttar fyrirspurnir sem snúa að fötluðu fólki og ríma vel við baráttumál Þroskahjálpar. Hér kemur yfirlit yfir þær fyrirspurnir sem hún hefur sett fram, við fylgjumst svo með þegar svör berast og höldum áfram að þrýsta á þessi mikilvægu mál.

 

Fyrirspurnir til félags- og vinnumarkaðsráðherra

Aðgengi fatlaðs fólks að réttinum

Greiðslur til fyrirtækja í velferðarþjónustu

Þjónusta við fatlað fólk á heimili sínu

 

Fyrirspurnir til dómsmálaráðherra

Aðgengi fatlaðs fólks í neyðar- og hamfaraástandi

Fatlað fólk í fangelsum

 

Fyrirspurnir til mennta- og barnamálaráðherra

Fyrirspurn um táknmál í grunnskólum