Fundað með félagsmálaráðherra

Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp áttum góðan fund með Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær. Unnur Helga formaður Þroskahjálpar og Anna Lára verkefnastjóri ræddu við ráðherra ýmis áherslumál samtakanna, m.a. mikilvægi þess að hækka grunn endurhæfingar- og örorkulífeyrisgreiðslur.  Margt fatlað fólk fær einungis greiðslur frá TR og hefur ekki tækifæri til að bæta kjör sín, og á því allt undir því að greiðslur frá hinu opinbera séu nægar til að láta enda ná saman. 

Landssamtökin Þroskahjálp beita sér fyrir réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks með afar fjölbreyttum hætti, og er þétt og innihaldsríkt samtal við æðstu ráðamenn þjóðarinnar ein leiðin til þess. Þroskahjálp mun því halda þessu samtali áfram og halda kröfunni um hækkun grunn endurhæfingar- og örorkulífeyrisgreiðslna á lofti í hvívetna.