Frestun á útgáfu tímarits Landssamtakanna Þroskahjálpar

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útgáfu 1. tölublaðs tímarits Landsamtakanna Þroskahjálpar verða frestað. Þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna COVID-19 hafa gert það að verkum að ekki er hægt að gefa út tímaritið, sem gefið er út þrisvar á ári.
 
Áskrifendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur því enn er stefnt að því að gefa út þrjú blöð á árinu.
 
Við þökkum skilninginn og óskum áskrifendum okkar góðrar heilsu. 
 
Hafir þú áhuga á að gerast áskrifandi að tímariti Þroskahjálpar getur þú sent tölvupóst á asta@throskahjalp.is.