Fræðsla um hinsegin mál fyrir fatlað fólk

Þroskahjálp, Átak félag fólks með þroskahömlun og Samtökin '78 standa fyrir fræðslu um hvað það þýðir að vera hinsegin. 
 
Fyrirlesturinn er fyrir fatlað fólk sem vill læra meira um hinsegin-mál, til dæmis:
  • Karla sem elska aðra karla og konur sem elska aðrar konur. Það heitir að vera samkynhneigður.
  • Fólk sem upplifir að þau séu annað kyn en þau fæddist sem, til dæmis strákur sem fæddist sem stelpa. Það heitir að vera trans manneskja.
  • Fólk sem finnst þau ekki vera stelpa og ekki heldur strákur. Það heitir að vera kynsegin.
Fræðslan verður á sunnudaginn 24. apríl, klukkan 3.
Fræðslan verður á Háaleitisbraut 13, á 4. hæð.
 
 
Það er mikilvægt að læra um mannréttindi og við hvetjum alla til að mæta!