Fatlað fólk á Gaza. Hver mínúta skiptir máli.

Mynd frá Unicef
Mynd frá Unicef

Nánast daglega berast fréttir af hungurdauða barna á Gaza.

Börn á Gaza – þar á meðal fötluð börn – eru í lífshættu.

Börn á Gaza búa við grímulaust ofbeldi, skort á læknisþjónustu, hreinu vatni, næringu og öryggi sem öll börn eiga að njóta. Fötluð börn eru sérstaklega berskjölduð, og fjölmörg börn eru að fatlast til frambúðar vegna ofbeldis og vannæringar.

 Þroskahjálp krefst þess að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við.

 Íslensk stjórnvöld eru með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í löfestingarferli og  lögfestu Barnasáttmálann fyrir tólf árum. Þessum mannréttindasáttmálum fylgir skylda til þess að vernda réttindi allra barna, ekki bara í orði heldur einnig í verki.

 Þroskahjálp krefst þess að íslensk stjórnvöld setji börn, þar á meðal fötluð börn, í forgang og beiti sér af festu og alvöru á alþjóðavettvangi fyrir tafarlausri mannúðaraðstoð á Gaza sem tekur mið af þörfum og réttindum fatlaðs fólks.

 Hver mínúta skiptir máli. Börn eiga rétt á vernd – alls staðar.