Desemberuppbót til maka- og umönnunarbótaþega

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð um desemberuppbót til maka- og umönnunarbótaþega. Óskert desemberuppbót er 50.267 krónur.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Samkvæmt reglugerðinni á einstaklingur sem fengið hefur greiddar maka- eða umönnunarbætur í desember 2021 rétt á desemberuppbót.

Einstaklingur sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu alla 12 mánuði ársins fær fulla desemberuppbót.

Einstaklingur sem fengið hefur greiðslur í styttri tíma, á rétt á hlutfalli af desemberuppbótinni.

Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni.