COVID-reglur í október 2021 | Auðlesið mál

Það var verið að breyta COVID reglunum.

Þær eru í gildi frá 20. október til 18. nóvember.

Nú mega 2.000 vera á sama stað. Það er eins og risa stórir tónleikar eða mjög stór árshátíð.

Það þarf ekki lengur að vera með grímu nema þú sért beðin um það.

Það verður að vera 1 metri á milli fólks. Það er eins og einn stór hundur á milli fólks.

Það þarf ekki að vera 1 metri á milli fólks ef þú situr til dæmis í leikhúsi eða á tónleikum.

Það þarf ekki að vera 1 metri á milli fólks ef þú ert að fá þjónustu eins og klippingu eða sjúkraþjálfun.

Ef þú tekur COVID hrað-próf þá eru engar reglur um hversu margir hittast eða hversu nálægt þú ert öðru fólki.

Það á að reyna að taka allar reglur í burtu 18. nóvember.

Veitingastaðir og barir mega vera með opið til klukkan 2 um nótt.

Sjá reglurnar hér.