COVID-reglur í janúar 2022 | Auðlesið mál

Hér eru nýjar COVID reglur.

Þær gilda 23. desember 2021 til 2. febrúar 2022.


Aðal-atriðin eru:

  • Við eigum öll að nota grímu.

  • Við eigum að hafa 2 metra bil á milli okkar.

  • Það mega vera 20 manneskjur á sama stað.


Þarf ég að nota grímu?

 

Allt fólk eldra en 15 ára þarf að nota grímu.

Börn þurfa ekki grímu.


Hvenær þarf ég grímu?

 

Þú þarft grímu alls staðar þar sem margt fólk hittist.

Líka þegar þú ert mjög nálægt öðru fólki.

Þú þarft grímu þegar þú færð þjónustu eins og klippingu eða sjúkraþjálfun.

Þú þarft grímu þegar þú situr í leikhúsi og á tónleikum.

Líka þegar þú ferð út í búð eða á kaffihús og svoleiðis.


Má ég vera nálægt öðru fólki?

 

Þú þarft að hafa 2 metra á milli þín og annars fólks.

2 metrar er jafn langt og einn hestur.

 

Þú þarft grímu alls staðar þar sem margt fólk hittist.

Líka þegar þú ert mjög nálægt öðru fólki.


Má margt fólk vera á sama stað?

 

Það mega 20 manneskjur vera á sama stað.

Þá þarft þú að hafa 2 metra á milli þín og annars fólks.

 

Fólk þarf sérstakt leyfi til að halda stóran viðburð.

Til dæmis stóra tónleika eða árshátíð.

Þá þurfa allir gestir að taka COVID hrað-próf.

 

Við eigum öll að nota grímu.


 Má ég fara út að borða og skemmta mér?

 

Já. Veitingastaðir og barir mega hafa opið til klukkan 21 um kvöld.

Þegar við sitjum megum við hafa 1 metra bil á milli okkar. 1 metri er eins og ein kind.

Og við eigum öll að nota grímu.