Brýning send á stjórnmálin

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Í gær sendi Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, brýningu um mikilvægi þess að stjórnmálin leggi samtökunum lið í baráttunni fyrir réttindum fatlaðs fólks. Bréfið var sent stjórnmálaflokkunum, formönnum stjórnmálaflokka, félags-, mennta- og heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Er það einlæg ósk samtakanna að stjórnmálamenn, bæði á Alþingi og sveitarstjórnarstigi, kynni sér áherslur samtakanna að loku landsþingi og taki höndum saman með samtökunum að vinna að hagsmunum, tækifærum og réttindum fatlaðs fólks.

Smelltu hér til að lesa bréfið.