Breytingar á skrifstofu Þroskahjálpar

Friðrik Sigurðsson og Árni Múli Jónasson
Friðrik Sigurðsson og Árni Múli Jónasson

Þær breytingar hafa orðið á skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar að Árni Múli Jónasson hefur tekið að sér verkefni fyrir samtökin Transparency International á Íslandi í hlutastarfi. Hann mun því tímabundið láta af störfum sem framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar en heldur áfram sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá samtökunum. Í fjarveru hans mun Friðrik Sigurðsson taka við framkvæmdastjórastarfinu, en hann er öllum hnútum kunnugur sem fyrrum framkvæmdastjóri samtakanna í áraraðir.

Mörg spennandi verkefni eru á kortunum hjá Landssamtökunum Þroskahjálp á árinu 2021 og við hlökkum til að halda baráttunni fyrir hagsmunum, tækifærum og réttindum fatlaðs fólks áfram með ykkar stuðningi!