Auglýst eftir tilnefningum fyrir Múrbrjótinn 2023

Óskum eftir tilnefningum til Múrbrjótsins 2023. Hægt er að senda tilnefningar út 13. nóvember.
Óskum eftir tilnefningum til Múrbrjótsins 2023. Hægt er að senda tilnefningar út 13. nóvember.

Þroskahjálp óskar eftir tilnefningum fyrir Múrbrjótinn fyrir árið 2023.

Á hverju ári frá 1993, á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember, hafa Landssamtökin Þroskahjálp veitt viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim aðilum sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og þannig sýnt mikilvægt frumkvæði og framtak við að brjóta niður múra í samfélaginu og viðhorfum fólks sem hindra að fatlað fólki fái þau tækifæri sem það á að njóta til jafns við aðra.

Frá afhendingu Múrbrjótsins 2022

Frá afhendingu Múrbrjótsins 2022

 

Nú leitum við að tilnefningum ykkar fyrir þau sem hafa verið framúrskarandi á árinu 2023 þegar kemur að því að brjóta niður múra.

Þú getur sent okkur tölvupóst með nafni viðkomandi og ástæðu tilnefningarinnar.
Hægt er að skila inn ábendingum og tilnefningum til Múrbrjótsins á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is

 

Tekið verður á móti tilnefningum fram til 13. nóvember.

Múrbrjóturinn er veittur til einstaklinga, fyrirtækja, verkefna og stofnana.
Stjórn samtakanna velur svo verðlaunahafann og er Múrbrjóturinn  afhentur í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks þann 3. desember.