AUÐLESIÐ: Nýjar reglur útaf COVID 8. febrúar

Það er mikilvægt að þvo sér reglulega um hendurnar.
Það er mikilvægt að þvo sér reglulega um hendurnar.

Nýjar COVID reglur sem gilda frá 8. febrúar:

  • Fáir eru smitaðir af COVID á Íslandi.

  • Þess vegna er hægt að slaka aðeins á reglum í samfélaginu. Við þurfum öll að hjálpast að og gæta okkar.

  • Það mega ekki fleiri en 20 manns hittast. Það gildir ekki um börn fædd árið 2005 og yngri. 

  • Við þurfum að hafa 2 metra fjarlægð á milli okkar og annarra. Ef við getum það ekki þarf að vera með grímu.

  • 2 metrar eru eins og 2 stórir hundar í röð eða 1 bíll

 eða Myndaniðurstaða fyrir car cartoon

  • Börn fædd árið 2005 og yngri þurfa ekki að vera með grímu.

  • Ef þú hefur fengið COVID-19 eða getur ekki verið með grímu vegna heilsu eða fötlunar þarftu þess ekki. En allir sem geta eiga að vera með grímu.

Skemmtun

  • Skemmistaðir, krár og spilasalir / spilakassar mega opna aftur en ekki lengur en til 10 um kvöld.

  • Listir, sýningar og söfn: 150 mega koma.

  • Viðburðir hjá trúfélögum og lífsskoðunar-félögum, t.d. jarðarfarir: 150 mega koma.

  • Heilsurækt og líkamsrækt: klefar eru aftur opnir og æfingar í tækjasal leyfðar, líka hópæfingar.

 

Sjá frétt stjórnvalda hér.