Auðlesið mál: Forseta-kosningar 2024

Miðstöð um auðlesið mál
hefur tekið saman upplýsingar
um forseta-kosningarnar 1. júní 2024.

 

Nýr forseti Íslands verður kosinn 1. júní.
12 manneskjur eru í framboði.
Manneskjan sem fær flest atkvæði í kosningunum verður næsti forseti Íslands.
Forsetinn er valinn í 4 ár í einu.

Á vefsíðunni auðlesið.is eru helstu spurningarnar sem þú gætir haft.
Þú getur smellt á spurningu til að lesa svarið.
Þú getur líka hlustað á svarið.

Smelltu hér fyrir neðan til að lesa um forseta-kosningar 2024
á auðlesnu máli:

Auðlesið mál: Forseta-kosningar 2024