Átak fundar á landsbyggðinni í aðdraganda sveitastjórnarkosninga

Í aðdraganda sveitastjórnarkosninga hefur Átak skipulagt fjóra fundi á landsbyggðinni. Fyrsti fundurinn var haldinn 7. apríl á Selfossi. Með þessu verkefni vill Átak bæði hvetja fatlað fólk til þátttöku í sveitastjórnarkosninunum og jafnframt hvetja sveitarfjélögin að stofna notendaráð fyrir fatlað fólk. Þannig komi fatlað fólk að borðinu þegar fjallað er um mál sem  þau varðar í sínu sveitarfélagi. 

Auk Selfoss verða haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði og í lokin í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.