Listaverkaalmanak Þroskahjálpar 2023 komið út

Við kynnum með miklu stolti listaverkaalmanak Þroskahjálpar 2023!

Í ár fögnum við fjölbreytileikanum og kynnum almanak með listaverkum eftir 12 fatlaða listamenn.  Þessir listamenn hafa vakið athygli og verk þeirra verið sýnd víða, bæði á einkasýningum sem og samsýningum hér á landi og erlendis. 

Tryggðu þér eintak af almanakinu í vefverslun okkar eða á skrifstofu okkar á Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. 
Einnig er hægt að hafa samband í síma 588-9390 og á sala@throskahjalp.is.

Kaupa Almanak 2023 í vefverslun

Mikil umræða hefur verið á árinu um stöðu fatlaðra listamanna innan menningarheimsins. Innan jaðarlistaheimsins hafa fatlaðir listamenn skapað kraftmikla og fjölbreytta list, en sýnileikinn er í takt við fábreytt tækifæri til þátttöku og listamenntunar. Það lá því beint við að leita til fatlaðra listamanna við gerð almanaksins. 

Eins og fyrri ár er almanakið einnig happdrættismiði þar sem til góðs að vinna. Í vinning eru listaverk og eftirprentanir eftir marga ástsælustu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal þá frábæru listamenn sem eiga verk í almanaki ársins. 

Við viljum sérstaklega þakka ykkur öllum sem hafið styrkt okkur með kaupum á almanakinu síðustu 42 ár, og vonum að þið verðið jafn hrifin og við af listaverkaalmanakinu 2023. Þeir fjármunir sem safnast með sölu listaverkaalmanaksins fara beint í mikilvægt starf Þroskahjálpar, en samtökin reiða sig nær eingöngu á framlög einstaklinga.