Ágústa Erla Þorvaldsdóttir varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar!

Ágústa Erla Þorvaldsdóttir var á fundi framkvæmdaráðs kjörin varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún hefur setið í stjórn samtakanna frá árinu 2018 sem áheyrnafulltrúi, en var kjörin í stjórn á landsþingi nú í síðasta mánuði.

Ágústa er þar að auki formaður Átaks – félags fólks með þroskahömlun. 

Við óskum Ágústu innilega til hamingju!