Karfan er tóm
Daðahús á Flúðum er heilsárshús sem leigt er út yfir helgi eða vikudvalar.
Yfir sumarmánuðina er húsið eingöngu ætlað fötluðu fólki og aðstandendum þeirra. Húsið er leigt frá föstudegi kl. 15:00 til föstudags kl. 12:00 á sumrin.
Auglýst er sérstaklega þegar tekið verður við umsóknum fyrir sumarið.
Vika: 40.000 kr.Helgi: 20.000 kr.
Aðgengi
Aðgengi í Daðahúsi er mjög gott.Svefnpláss er fyrir 7 manns, auk lausra dýna.
Á Flúðum er fjölbreytt aðstaða, m.a. sundlaug. Sjá nánar HÉR
Hægt er að sækja um hér að neðan.