- Heim
- Samtökin
- Réttindi
- Þjónusta
- Auðlesið efni
- Vefverslun
Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi og berjast fyrir auknum tækifærum fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði! Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverkapott Þroskahjálpar, en þangað hafa ótal listamenn gefið eftirprent af verkum sínum.
Í ár eru það hin frábæru útsaumsmyndir Loja Höskuldssonar sem prýða almanakið.
Almanak Þroskahjálpar kostar 3.000 kr.
Dregið verður 15. janúar 2021.
Hér má nálgast myndir af fyrri dagatölum en almanak Þroskahjálpar hefur verið gefið út í meira en 30 ár!